Njarðvík á norðurleiðPrenta

Körfubolti

Ljónynjurnar í Njarðvík leggja nú land undir fót og eru á leið til Akureyrar þar sem þær mæta Þór í níundu umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Höllinni á Akureyri.

Fyrir kvöldið er Njarðvík í 2. sæti deildarinnar með 12 stig en Þór í 4. sæti með 8 stig svo það er von á mikilli og góðri glímu fyrir norðan í kvöld.