Njarðvík-Grindavík í IceMar-Höllinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Grindavík í níundu umferð Bónus-deildar karla í kvöld. Bæði lið koma með sigur í farteskinu inn í leikinn, Njarðvík með útisigur í Ólafssal og Grindavík með útisigur í Blue-Höllinni gegn Keflavík.

Leikur kvöldsins hefst kl. 19:15 en bæði lið hafa 10 stig í deildinni í 3.-4. sæti á eftir Tindastól og Stjörnunni sem bæði eru með 14 stig.

Við hvetjum Njarðvíkinga til að mæta tímanlega því það verða gómsætir borgarar á grillinu og kaldir drykkir á boðstólunum svo það hafi allir næga orku í að hvetja sitt lið. Mætum græn og látum vel í okkur heyra enda tvö þungavigtarstig á boðstólunum í leik kvöldsins.

Fyrir fánann og UMFN!

Jólakúlan verður til sölu á leiknum í kvöld