Njarðvík-ÍR í IceMar-Höllinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti ÍR í Bónus-deild karla í kvöld í IceMar-Höllinni kl. 19.00. Leikurinn er í sjöundu umferð deildarinnar og fyrir kvöldið eru Ljónin í 3. sætinu með 8 stig en ÍR vermir botnsætið enn án stiga.

Miðasala á leikinn fer fram á Stubbur-app og við hlökkum til að taka á móti grænu hjörðinni í kvöld. Rimmur Njarðvíkur og ÍR eiga sér langa sögu en þetta verður í 58. sinn sem Njarðvík og ÍR mætast á heimavelli Njarðvíkur. Stattnördarnir á Facebook tóku þetta saman fyrir kvöldið:

Njarðvík og ÍR leika sinn 58. heimaleik á heimavelli Njarðvíkur þó fyrstu leikirnir hafi verið á Seltjarnarnesi. 40 sinnum hefur Njarðvík unnð og ÍR 17 sinnum.

Minnum einnig á að sala á jólakúlunni hefst í kvöld. Áfram Njarðvík!