Njarðvík-ÍR: Leikur 3 í Ljónagryfjunni í kvöldPrenta

Körfubolti

Ljónin geta í kvöld orðið fyrsta liðið í úrslitakeppni Domino´s-deildar karla til þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit þegar ÍR mætir í þriðja leik seríunnar kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í kvöld.

Okkar menn leiða einvígið 2-0 en bæði lið mæta í kvöld til leiks með menn sem voru ekki á skýrslu í síðasta leik en Kristinn Pálsson verður í búning í kvöld eftir fjarveru vegna meiðsla og þá er Kevin Capers leikmaður ÍR búinn að taka út sitt leikbann og löglegur aftur í kvöld.

Ljónagryfjan verður opnuð gestum kl. 18:15 til að fara inn í sal en miða- og hamborgarasala hefst kl. 18:00. Í kvöld verður einnig hægt að festa kaup á stuðningsmannabolum Njarðvíkur enda viljum við hafa stúkuna okkar alla græna og væna!

Fyrir þá sem einhverra hluta vegna komast ekki á völlinn verður leikurinn í beinni á netinu hér – rödd leiksins verður Jóhannes Albert Kristbjörnsson.

Event fyrir leikinn í kvöld

Hlökkum til að sjá ykkur í Ljónagryfjunni í kvöld, látum vel í okkur heyra og styðjum okkar menn til sigurs – Áfram Njarðvík!