Fimmta umferðin í Bónus-deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum og lýkur annað kvöld. IceMar-höllin mun iða af lífi í kvöld, þriðjudag, þegar Njarðvík tekur á móti Aþenu kl. 19:15. Þetta verður fyrsta viðureign félaganna í úrvalsdeild kvenna.
Ljónynjur eru á höttunum eftir sínum fyrsta sigri í nýja húsinu! Njarðvík vann öflugan sigur á Haukum í fjórðu umferð en Aþena sem lagði Tindastól í fyrstu umferð hefur tapað síðustu þremur leikjum.
Mætum græn í IceMar-höllina í kvöld og hvetjum áfram okkar konur.
Áfram Njarðvík