Njarðvík með sigur á PétursmótinuPrenta

Körfubolti

Njarðvík er sigurvegari á Pétursmótinu 2018 eftir 82-69 sigur á KR í úrslitaleik mótsins. Nokkuð jafnt var á með liðunum framan af leik en Njarðvíkingar slitu sig frá í þriðja leikhluta og lönduðu öruggum sigri í leiknum.

Jeb Ivey og Kristinn Pálsson voru fjarverandi í liði Njarðvíkinga en Ivey er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir þar sem hann á von á sínu þriðja barni. Kristinn er í Portúgal að gera sig klárann með A-landsliðinu í slaginn gegn heimamönnum sem hefst kl. 17.30 í dag að íslenskum tíma.

Gott mót að baki og vel að því staðið. Körfuknattleiksdeild UMFN vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem stóðu að framkvæmdinni.

Mynd/ Logi fyrirliði Gunnarsson tekur við sigurlaunum Ljónanna í dag.