Njarðvík tekur á móti toppliði Tindastóls í kvöldPrenta

Körfubolti

Fjörugur fimmtudagur í vændum í IceMar-Höllinni þegar Njarðvík tekur á móti Tindastól í fjórðu umferð Bónusdeildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Stólarnir hafa unnið alla þrjá deildarleiki sína til þessa en Njarðvík unnið einn af síðustu þremur. Nú reynir á að fjölmenna og styðja strákana okkar í baráttunni fyrir tveimur rándýrum stigum. Fjölmennum í IceMar-Höllina í kvöld, mætum græn og látum vel í okkur heyra.

Miðasala á Stubbur app

Áfram Njarðvík!