Mánudagskvöldið 5. mars eigast við Njarðvík og Tindastóll í Domino´s-deild karla kl.19:15. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni og er síðasti heimaleikurinn í deildarkeppninni hjá okkar mönnum! Eftir lægðina síðustu tvær umferðir er ekkert annað í boði en að rífa sig hressilega í gang þetta mánudagskvöldið einmitt þegar úrslitakeppnin er handan við hornið.
Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna í Ljónagryfjuna þetta mánudagskvöld og styðja okkar menn til sigurs enda verst geymda leyndarmálið í bransanum að öflug stúka er þetta „auka“ sem öll lið þurfa!
#ÁframNjarðvík