Kvennalið Njarðvíkur vann í gærkvöldi öflugan 77-74 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Maltbikarsins. Liðið verður því með í Laugardalshöll þegar bikarhelgin fer fram í janúar en bæði undanúrslit og úrslit fara fram í Höllinni.
Shay var stórkostleg í leiknum með 36 stig, 26 fráköst og 8 stoðsendingar og 53 í framlag! Varafyrirliðinn María Jónsdóttir skráði sig líka í tvennuklúbbinn með 10 stig og 15 fráköst og næstar komu þær Karen Dögg og Björk báðar með 8 stig.
Magnaður sigur, vel gert!
#ÁframNjarðvík
Mynd/ Karfan.is – Shay fór hamförum gegn Blikum.