Nóg af æfingum í páskafríinuPrenta

Körfubolti

Það verður ekki slegið slöku við um páskana hjá yngri flokkum félagsins. Æft verður samkvæmt æfingatöflu alveg til skírdags. Einnig verður boðið uppá auka tækniæfingar mánudaginn 29.mars og miðvikudaginn 31.mars  að kostnaðarlausu fyrir iðkendur . Allar upplýsingar um þær æfingar eru á meðfylgjandi mynd. Það er mikilvægt að nýta þetta frí til að bæta sinn leik. Hvetjum alla að æfa vel í páskafríinu.