Nýr leikmaður: Aron EinarssonPrenta

Fótbolti

Aron Einarsson gengur til liðs við Njarðvík!

Miðjumaðurinn, Aron Einarsson hefur gert samning við Knattspyrnudeild Njarðvíkur um að leika með liðinu út árið 2027, hið minnsta.

Aron er fæddur árið 2002 og er uppalinn á Selfossi þar sem hann lék með yngri flokkum Selfoss áður en hann byrjaði meistaraflokksferil sinn þar, árið 2019.
Aron skipti yfir í Leikni Reykjavík árið 2023 og hefur leikið með Leiknismönnum í Lengjudeildinni síðastliðin 2 tímabil.

Alls á Aron 132 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ og hefur gert í þeim 5 mörk.
89 leikjanna hafa komið í Lengjudeildinni, og spilaði Aron 16 leiki fyrir Leikni Reykjavík í deildinni á síðustu leiktíð, og skoraði 1 mark.
Aron er kraftmikill miðjumaður sem mun klárlega styrkja okkur fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Knattspyrnudeildin býður Aron hjartanlega velkominn til Njarðvíkur og hlakkar til að sjá hann í Njarðvíkurtreyjunni næstu árin!