Njarðvík hefur samið við króatíska miðvörðinn Toni Tipuric um að spila með liðinu í sumar. Toni, sem er 24 ára gamall, er alinn upp hjá HSK Zrinjski Mostar sem er ríkjandi meistari í Bosníu og Hersegóvínu en hefur síðan þá spilað með HNK Branitelj Mostar, NK Neretva Metkovic, NK Vitez og HNK Capljina þar sem hann hefur leikið tæplega 100 leiki í efstu- og næst efstu deildum í Bosníu og Hersegóvína og Króatíu. Þá á hann leiki að baki með yngri landsliðum Bosníu og Hersegóvínu. Toni sem er örfættur er miðvörður en getur einnig spilað sem miðjumaður.
Toni er væntanlegur til landsins í vikunni og verður orðin löglegur þegar Njarðvík mætir KR í Lengjubikarnum þann 28. febrúar í Reykjaneshöll.