Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur verið í góðu samstarfi við Texel Visualization og Beisik þegar kemur að kynningu á leikdags grafík hjá meistaraflokkum karla og kvenna. Mikill metnaður er hjá þessum fyrirtækjum og hafa þau unnið með okkur frá því við færðum okkur yfir í IceMar höllina. Á miðvikudaginn 26. nóvember þegar kvennalið okkar tekur á móti Haukum verður frumsýnt nýtt útlit á kynningu leikmanna. Í nýrri kynningu eru skjáir, hljóð og ljósakerfi IceMar hallarins nýtt til fulls! Hvetjum fólk að mæta og verða vitni af kynningu ársins!