Nýtt samstarf milli Verne og Njarðvík!
Við erum stolt að kynna að Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildir Njarðvíkur hafa gert nýjan samstarfssamning við Verne, sem er eitt af leiðandi gagnaversfyrirtækjum landsins 💚
Samningurinn nær til næstu þriggja ára og felur í sér stuðning Verne við deildirnar tvær og mun merki fyrirtækisins prýða keppnisbúninga liða Njarðvíkur hjá bæði og karla og kvennaflokkum.
„Við erum stolt af því að styðja við það öfluga íþróttastarf sem unnið er hér í Njarðvík. Það skiptir okkur einnig miklu máli á fá að vera virkir þátttakendur í okkar nærumhverfi og láta þannig gott af okkur leiða.“ segir Styrmir Hafliðason, framkvæmdastjóri Verne á Íslandi.
Einar Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar og Hjalti Már Brynjarsson, formaður knattspyrnudeildar, þakka Verne innilega fyrir stuðninginn og hlakka til farsæls samstarfs á komandi árum.
Takk fyrir traustið og stuðninginn Verne Global! 🙏