Oddaleikur um titilinn í kvöldPrenta

Körfubolti

Oddadagur er genginn í garð! Njarðvík og Haukar mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónusdeild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19.30 í Ólafssal og nú fer óðar að fyllast og lítið af miðum eftir. Þegar þetta er ritað eru aðeins VIP miðar eftir fyrir stuðningsmenn Njarðvíkinga við völlinn með drykkjum og hamborgara í kaupbæti.

Vinir okkar hjá Travice munu bjóða upp á fríar sætaferðr frá IceMar Höllinni í dag í Ólafssal. Uppselt er í rútuna sem fer frá IceMar Höllinni kl. 17:45.

Fyrir alla verður nóg við að vera á Ásvöllum fyrir leik:

Kl. 17:30 – Fan Zone opnar fyrir allt stuðningsfólk
– bæði Hauka og Njarðvíkur.

– Bjössabar 🍻 & grillaðir borgarar 🍔
– Ís til sölu & pizza
– Andlitsmálun
– Skemmtiatriði
– Almenn stemning & gleði

Eins og flestum er kunnugt tóku Haukar 2-0 forystu í einvíginu sem Ljónynjurnar okkar hafa nú jafnað 2-2 með tveimur mögnuðum leikjum. Græna Hjörðin hefur farið á kostum í stúkunni með trommusveitinni okkar og við treystum því að sjötti maðurinn okkar á áhorfendapöllunum láti vel í sér heyra.

Fyrir fánann og UMFN – áfram Njarðvík!