Njarðvíkingar eru úr leik í bikarkeppni karla eftir 77-68 ósigur gegn Skallagrími í gær. Staðan var jöfn í hálfleik þrátt fyrir betri byrjun heimamanna í Skallagrími. Í síðari hálfleik fundu Njarðvíkingar svo ekki taktinn og þurftu að sætta sig við ósigur í 16-liða úrslitum þetta árið. Tölfræði leiksins: Skallagrímur-Njarðvík 77-68Njarðvík: Logi Gunnarsson 23, Dustin Salisbery 17/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8, Ólafur Aron Ingvason 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Ágúst Orrason 0, Snorri Hrafnkelsson 0.