Öruggt gegn ÁlftanesPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Álftanes 4 – 0  í Lengjubikarnum í kvöld. Þetta var nú ekki með þeim bestu leikjum sem við höfum spilað þrátt fyrir öruggan sigur. Fyrsta mark okkar kom á 9 mín þegar Bergþór Ingi Smárason skoraði með glæsilegu skoti 1 – 0. Brynjar Freyr Garðarsson bætti við öðru marki á 25 mín einnig með góðu skoti utan úr teig. Staðan var 2 – 0 í hálfleik.

Theodór Guðni Halldórsson gerði það þriðja á 57 mín með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf fyrir markið. Fjórða markið gerði Andri Fannar Freysson á 63 mín. Sigur okkar manna var öruggur eins og áður sagði en við hefðum geta sett fleiri mörk en margar efnilegar sóknir runnu út í gerfigrasið.

Atli Geir Gunnarsson 16 ára efnilegur leikmaður okkar lék í kvöld sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokk. Þetta var þriðji leikur okkar í riðlakeppninni, tveir sigrar og eitt tap. Það er stutt í næsta leik en hann er á þriðjudaginn kemur gegn Gróttu í Reykjaneshöll.

Hvað segir Guðmundur þjálfari um leikinn

Góður sigur á Álftanesi, náðum að halda gæðum og fínum krafti í 90 mínútur. Sýndum á köflum flotta spilamennsku og náðum að skapa töluvert af færum. Það er kannski eini punkturinn eftir leikinn að við skyldum ekki nýta fleiri færi og vinna stærra, þar sem markatalan getur skipt sköpum þegar allir leikir eru búnir. En fyrst og fremst flottur heilsteyptur leikur.

Leikskýrslan Njarðvik – Áftanes

Staðan í B riðli B deildar Lengjubikarsins

CAM00827

Mynd/ Atli Geir Gunnarsson

Efri mynd/ Bergþór Ingi, Theodór Guðni, Andri Fannar og Brynjar Freyr.