Oumar Diouck framlengir!
Oumar Diouck hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Njarðvíkur út árið 2028.
Oumar sem flestir Njarðvíkingar ættu að þekkja kom til okkar fyrst árið 2022 frá KF sem hann spilaði með árin 2020-2021.
Nú framlengir hann samning sinn við Njarðvíkurliðið í annað sinn og semur út árið 2028.
Oumar sem er Belgi af senegölskum uppruna hefur verið lykilmaður í Njarðvíkurliðinu allt frá komu sinni til félagsins árið 2022.
Oumar hjálpað liðinu upp úr 2. deild upp í Lengjudeildina og átti stóran þátt í besta árangri í sögu félagsins á síðustu leiktíð þar sem hann var jafn markahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk.
Í heildina hefur Oumar spilað 115 leiki fyrir Njarðvík á vegum KSÍ(deild, bikar og deildarbikar) og skorað í þeim 70 mörk!
Alls á Oumar 160 leiki á Íslandi og slétt 100 mörk.
Það er mikið gleðiefni að halda Oumar áfram í herbúðum Njarðvíkur enda búinn að vera frábær leikmaður fyrir félagið síðustu fjögur árin innan sem utan vallar.
Auk þess er Oumar að þjálfa yngri flokka hjá félaginu í ár.
Knattspyrnudeildin óskar Oumar til hamingju með nýja samninginn!