Pálmi Rafn stóð í marki U 16 í sigri á BólivíuPrenta

Fótbolti

Pálmi Rafn Arinbjörnsson stóð milli stanganna þegar U 16 ára landslið Íslands vann góðan 3-0 sigur gegn Bólivíu í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament sem fer fram í Króatíu. það voru þeir Ívan Óli Santos (ÍR), Kristófer Jónsson (Haukar) og Hákon Arnar Haraldsson (ÍA) skoruðu mörk liðsins. Fyrr í vikunni tapaði U 16 fyrir liði Króatíu 4 – 3, Pálmi Rafn var á bekknum í þeim leik. Ísland mætir Austurríki á sunnudaginn í síðasta leik liðsins á mótinu og hefst hann kl. 11:00.

Mynd/ Pálmi Rafn er fyrir miðju í efri röð.