Rétturinn og KKD UMFN framlengja samstarfiðPrenta

Körfubolti

Rétturinn við Hafnargötu 90 og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hafa framlengt samstarfi sínu um eitt gott ár til viðbótar en samstarfið hefur gengið afar vel síðastliðin ár.

Það voru þeir Magnús Þórisson frá Réttinum og Jakob Hermannsson stjórnarmeðlimur KKD UMFN sem nýverið innsigluðu nýja samninginn.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur vill við þetta tilefni þakka Réttinum fyrir gott og farsælt samstarf á síðastliðnum árum en það er deildinni afar mikilvægt að finna fyrir samstarfi og velvilja fyrirtækja í sveitarfélaginu. Framundan er hörkuspennandi vertíð og því mikilvægt að hafa öfluga bakhjarla með sér í baráttunni.

Rétturinn – heimasíða
Rétturinn – Facebooksíða

Um Réttinn: Rétturinn ehf opnaði þann 24. Apríl 2009. Staðurinn sérhæfir sig í heimilismat sem hægt er að borða á staðnum eða taka með.