RIG 2019Prenta

Lyftingar

Reykjavíkurleikarnir 2019 !

Massi átti þrjá keppendur sem tóku þátt á RIG2019.
Þjálfari frá Massa var Sindri Freyr Arnarsson.

Ólympískar lyftingar

Katla Björk tók 76kg í snörun og 88kg í jafnhendingu, samanlögð þyngd 164kg, sem skilaði henni 1.sæti í -64kg flokki og 3.sæti yfir heildarkeppendur kvenna á mótinu.

Emil Ragnar tók 115kg í snörun og 142kg í jafnhendingu, samanlögð þyngd 257kg, sem skilaði honum 1.sæti í -81kg flokki og 6.sæti yfir heildarkeppendur karla á mótinu.
Emil reyndi við 150kg í jafnhendingu sem hefði verið nýtt íslandsmet en missti því miður jafnvægið þegar hann reyndi að læsa þyngdinni upp fyrir haus.

Kraftlyftingar

Halldór Jens keppti í -105kg flokki og tók 247,5kg í hnébeygju, 155kg í bekkpressu og 257,5kg í réttstöðulyftu, samanlögð þyngd 660kg sem skilaði honum 2.sæti í flokknum. Halldór náði einnig settum lágmörkum til þátttöku á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum.

Hrikalega skemmtilegt mót og frábær árangur hjá keppendum okkar.

Áfram Massi !