Róbert Sean Birmingham söðlaði um í sumrinu og hóf nám á miðskólastigi í Bandaríkjunum (high school) við Cannon í Norður Karólínu. Glöggir muna að Róbert kvaddi Njarðvík á sínum tíma er hann samdi við Baskonia á Spáni.
Við komuna til Bandaríkjanna fékk Róbert staðfest að hann fengi tvö ár á miðskólastigi og er hann því kominn af stað í sitt fyrra ár af tveimur hjá Cannon. Skólinn hefur verið starfandi frá árinu 1969 og er einkarekinn.
Róbert Sean er einn af þónokkrum Njarðvíkingum sem nýverið héldu vestur um haf til náms og boltaiðkunar en einnig fóru þau Vilborg Jónsdóttir, Helena Rafnsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir, Veigar Páll Alexandersson og Mikael Máni Möller.