Síðari umferðin í deildarkeppni Bónus-deildar kvenna hefst í kvöld eða tíunda umferðin af átján áður en deildinni verður skipt upp í A og B hluta. Eftir fyrstu níu umferðirnar eru Ljónynjurnar í 2.-3. sæti deildarinnar með 12 stig ásamt Keflavík en Haukar verma toppinn með 14 stig.
Röðin er komin að því að mæta Grindavík í kvöld líkt og í fyrstu umferðinni en viðureign kvöldsins fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum í Kópavogi. Leikurinn hefst kl. 19.30 og við hvetjum alla Njarðvíkinga til að taka sér rúnt í Kópavoginn og styðja okkar konur í baráttunni um tvö dýrmæt stig.
Þá viljum við einnig minna alla á að miðasala á Neon-bingóið þann 28. desember er enn í fullum gangi á Stubbur-app. Ekki missa af skemmtun ársins í IceMar-Höllinni!