Síðasti leikur ársins í IceMar-Höllinni: Njarðvík-StjarnanPrenta

Körfubolti

Síðasti leikur ársins fer fram í IceMar-Höllinni í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í IceMar-Höllinni kl. 19.15 í Bónus-deild karla. Leikurinn er í 11. umferð deildarinnar og eftir kvöldið í kvöld verður deildarkeppni úrvalsdeildar karla hálfnuð.

Stjarnan trónir á toppi deildarinnar með 18 stig og hafa unnið fjóra leiki í röð í deild en Njarðvíkurljónin eru í 3.-5. sæti með 12 stig eftir tap í síðustu umferð á Króknum.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að mæta í jólaskapi á völlinn og kveðja árið 2024 með glæsilegum stuðningi í stúkunni.

Fyrir þá sem komast ómögulega á völlinn í kvöld þá er leikurinn í beinni ústendingu hjá Stöð 2 Sport á Bónusdeildar rás nr. 3.

Áfram Njarðvík!