Njarðvík sigraði Hauka 1 – 0 í æfingaleik í kvöld í Reykjaneshöll. Haustbragur var á leik liðanna í kvöld eins og gerist og gengur á þessum árstíma. Jafnræði var með liðunum en þó áttum við fleiri sóknir og vorum meira ógnandi.
Mark okkar kom um miðjan seinnihálfleik þegar Krystian Wiktorowicz skallaði boltann í markið eftir góða fyrirgjöf.
Byrjunarlið okkar var þannig skipað; Brynjar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magússon, Einar Valur Árnason, Sigurður Hallgrímsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Andri Fannar Freysson, Arnór Svansson, Brynjar Freyr Garðarsson, Theodór Guðni Halldórsson, Atli Freyr Ottesen Pálsson og Styrmir Gauti Fjeldsted .
Varamenn; Aron Elís Árnason (m), Bergþór Ingi Smárason, Jón Tómas Rúnarsson, Krystian Wiktorowicz, Jón Tómas Rúnarsson, Óðinn Jóhannsson, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, .
Mynd/ Markaskorari okkar Krystian Wiktorowicz