Njarðvíkingar unnu stórsigur á nágrönnum sínum í Keflavík í vikunni 80-52. Alltaf er mikil barátta í þessum leikjum enda mikið í húfi. Okkar strákar byrjuðu leikinn af krafti en Keflvíkingar aldrei langt undan. Í öðrum leikhluta náðu Keflvíkingar að janfa 24-24. Njarðvíkingar voru í miklum villuvandræðum þar sem þrír úr byrjunaliðinu voru komnir með 3 villur strax í öðrum leikhluta. Með mörgum góðum innkomum af bekknum náðu okkar drengir engu að síður góðu áhlaupi fyrir hálfleikinn og voru 7 stigum yfir.
Í byrjun seinni hálfleiks tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum og spiluðu frábæra liðsvörn. Munurinn fór fljótlega yfir 20 stig og voru allir að leggja sitt af mörkum. Þeir sem komu inn af bekknum héldu kraftinum áfram og munur jókst. Allir tólf leikmenn liðsins spiluðu vel og uppskáru góðan sigur. Stigahæstir í liði Njarðvíkur voru Veigar Páll Alexanderson með 32 stig og Eyþór Einarsson með 27 stig.
Næsti leikur hjá drengjaflokki er gegn Þór á Akureyri 21.október. Næsti heimaleikur er gegn Breiðablik 31.október.