Fjórði æfingaleikur meisaraflokks fór fram í kvöld þegar við mættum GG úr Grindavík í Reykjaneshöll. Það voru forföll í leikmannahópnum í kvöld mest vegna meiðsla. GG menn voru fastir fyrir og það þurfti að hafa fyrir því að innbyrða sigur 4 – 2 í kvöld. Gestirnir vörðust vel og voru fyrr til að skora undir miðjan fyrri hálfleik en Stefán Birgir Jóhannesson jafnaði stuttu fyrir hlé.
Njarðvík náði forystunni fljótlega í seinnihálfleik þegar Fjalar Örn Sigurðsson skoraði en GG menn jöfnuðu síðan stuttu seinna. Krystian Wiktorowicz gerði þriðja mark okkar. Tveir strákar úr 3. flokki þeir Jón Gestur Birgisson og Stefán Svanberg Harðarson komu inná með stuttu millibili í fyrsta skipti í meistaraflokki, þeir stóðu sig vel og Jón Gestur náði að setja fjórða mark okkar.
Við náðum aldrei okkur á strik í leiknum en vorum meira og minna í sókn en vörn gestanna var þétt skipuð. Þetta var næst síðasti leikur á þessu fyrsta hluta undirbúningstímabilinu. Á fimmtudaginn kemur munum við leika við Aftureldingu í Reykjaneshöll.
Byrjunarlið okkar var þannig skipað; Aron Elís Árnason (m), Arnar Helgi Magússon, Sigurður Hallgrímsson, Davíð Guðlaugsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Andri Fannar Freysson, Arnór Svansson, Brynjar Freyr Garðarsson, Fjalar Örn Sigurðsson, Bergþór Ingi Smárason og Styrmir Gauti Fjeldsted .
Varamenn; , Krystian Wiktorowicz, Óðinn Jóhannsson, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, Jón Gestur Birgisson og Stefán Svanberg Harðarson.
Mynd/ Markaskorarar og nýliðar, Krystian, Fjalar Örn, Stefán Svanberg, Jón Gestur og Stefán Birgir.