Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Safamýrina og sigrðu Fram 1 – 3 eftir framlengingu í Mjólkurbikarnum í kvöld. Það var sannkallað fótboltaveður á Framvelli í kvöld, bjart, hlýtt og logn. Stefán Birgir Jóhannesson náði forystunni fyrir Njarðvík strax á 8 mín. Fyrrihálfleikur var leikur tveggja jafnra lið sem skiptust á að ógna og verjast. Nokkur álitleg færi og möguleikar
Seinnihálfleikur var með sama sniði og sá fyrri, sótt og varist. Framarar sóttu meira á lokakaflanum og Njarðvíkingar beyttu skyndisóknum. Fram missti leikmann af velli með rautt spjald á 90 mín og fengu síðan vítaspyrnu á 94 mín sem þeir náðu að jafna leikinn.
Í framlengingunni skoraði Stefán Birgir aftur á 101 mín og svo bætti Andri Gíslason því þriðja á 115 mín og þá var sigurinn í höfn. Þessi úrslit meiga alveg teljast sanngjörn, Njarðvík skoraði mörkin sem dugðu til sigurs og sæti í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Næsta verkefni er Inkasso deildin, hún hefst hjá okkur á sunnudaginn kemur þegar við heimsækjum Þrótt í Laugardalinn. Dregið verður í 16 liða úrslit á föstudaginn.
Leikskýrslan Fram – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti,net – viðtal við Rafn Vilbergsson
Myndirnar eru frá leiknum