Njarðvík sigraði Þrótt Vogum í síðasta æfingaleikinn fyrir átök sumarsins á Njarðtaksvellinu, þetta var jafnframt fyrsti grasleikurinn. Gestirnir voru fyrr til að skora um miðjan fyrrihálfleik og staðan 0 – 1 í hálfleik. Okkar menn voru ekki að sýna mikið í fyrrihálfleik, mikill vorbragur á mönnum.
Við vorum mun sprækari í þeim seinni en gestirnir náðu að setja á okkur annað mark fljótlega. Við markið duttu menn í gang og og Harrison Hanley bandaríkskur leikmaður sem hefur æft hjá okkur að undanförnu mnnkaði munin úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir brot á honum. Marian Polak jafnaði leikinn fyrir okkur stuttu seinna og Theodór Guðni Halldórsson setti síðan sigurmarkið.
Menn geta tekið margt úr þessum leik og ýmislegt sem þarf að lagfæra. Vogamenn eru komnir með öflugt lið sem veitti okkur góða keppni í dag. Næsti leikur okkar er í Borgunarbikarnum á laugardaginn kemur gegn Kára í Akraneshöllinni.
Byrjunarlið okkar; Brynjar Atli Bragason (m), Brynjar Freyr Garðarsson, Arnar Helgi Magnússon, Andri Fannar Freysson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Davíð Guðlaugsson, , Gísli Freyr Ragnarsson, Bergþór Smárason, Stefán Birgir Jóhannesson, Harrison Hanley, Theodór Guðni Halldórsson.
Varamenn; Stefán Guðberg Sigurjónsson (m), Arnór Svansson, Marian Polak, Gunnar Bent Helgason , Atli Geir Gunnarsson.
Myndirnar eru úr leiknum í dag.