Sigurjón Már framlengir við NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Sigurjón Már framlengir!

Sigurjón Már Markússon hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Njarðvíkur til ársins 2027.

Sigurjón sem spilar stöðu hafsents, er fæddur árið 1998 og kom fyrst til okkar í Njarðvík fyrir tímabilið 2022 og hefur því leikið með Njarðvíkurliðinu í 4 ár. Nú ætlar hann að framlengja veru sína í Njarðvík um 2 tímabil, hið minnsta.
Sigurjón hefur verið lykilmaður í Njarðvíkurliðinu allt frá komu sinni til félagsins, hjálpað liðinu upp um deild, og nú síðast að ná besta árangri í sögu félagsins á síðustu leiktíð.
Sigurjón hefur leikið 113 leiki í heildina fyrir UMFN og skorað í þeim 3 mörk.
Alls á Sigurjón 200 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ.

Það er mikið gleðiefni að halda Sigurjóni áfram í herbúðum Njarðvíkur enda búinn að vera frábær leikmaður fyrir félagið síðustu fjögur árin.
Knattspyrnudeildin óskar Sigurjóni til hamingju með nýja samninginn!