Miðasala og skipulag áhorfenda á leikdag fyrir stórleik Njarðvíkur og Keflavíkur:
🎟️ Miðasala
Miðasalan sem hafin er á stubbur.is hefur farið vel af stað.
• 💻 Miðaverð í forsölu á Stubb: 3.000 ISK
• 🏷️ Miðasala við inngang á leikdag: 3.500 ISK
🚪 Inngangur
• Allir áhorfendur ganga inn á völlinn við Afreksbraut þar sem verða tveir inngangar:
o ✅ Fyrir miðahafa sem keypt hafa á Stubb + ársmiðahafa
o 💳 Miðasala á leikdag
🪑 Skipting áhorfenda
Unnið er að því að hólfa niður áhorfendasvæði fyrir stuðningsfólk Njarðvíkur og Keflavíkur.
• 💚 Stuðningsfólk Njarðvíkur verður staðsett að austanverðu (nær Afreksbraut), þar með talið 390 sæti í stúku og í stæðum á pöllum sem settir verða upp.
o Einnig hafa ársmiðahafar og Njarðmenn kost á því að koma í sal í vallarhúsinu fyrir leik og á meðan leik stendur.
• 🔴 Stuðningsfólk Keflavíkur verður staðsett að vestanverðu, þar með talið 102 sæti í stúku og í stæðum á pöllum.
• ⚪ Við austurenda vallarins fyrir aftan annað markið, næst Afreksbraut, verður hlutlaust svæði þar sem öllum er frjálst að vera óháð stuðningi við lið.
📰 Fjölmiðlaaðstaða
• Milli varamannabekkja verður komið upp sérstakri fjölmiðlaaðstöðu, þannig að helstu fjölmiðlar landsins geti sinnt umfjöllun og gert leiknum góð skil.
🍔 Þjónusta og aðstaða
• Veitingasala og salerni verða á báðum endum vallarins. Í boði verða: 🍔 hamborgarar, 🍕 pizzur, 🍬 sælgæti, 🥤 kaldir og ☕ heitir drykkir.
• 🏠 Salurinn í vallarhúsinu verður eingöngu nýttur fyrir ársmiðahafa og Njarðmenn.
• ♿ Aðgengi fyrir hjólastóla: aðkoma er í gegnum inngang við Afreksbraut og horft á leikinn með aðgengi í gegnum leikmannagöng.
Sjáumst á sunnudag á JBÓ vellinum!
Áfram Njarðvík!