Í dag skrifaði Snjólfur Marel Stefánsson undir samning þess efnis að leika með UMFN á komandi tímabili. Snjólfur hefur alið sinn mann vestra hafs síðustu ár, nánar tiltekið hjá Black Hill State University þar sem hann stundaði háskólanám samhliða þess að spila körfubolta með liðinu. Snjólfur snýr aftur til uppeldis klúbbsins reynslunni ríkari og bjóðum við Snjólf hjartanlega velkomin heim í Ljónagryfjuna. Fyrir þá sem ekki muna er Snjólfur framherji sem iðulega gefur 100% í sínar mínútur innan sem utan vallar. Snjólfur reyndist sóknarmönnum annara liða einnig erfiður að öllu jöfnu og varnartilburðir drengs ásamt öðrum hæfileikum verða liði okkar mikill fengur í því erfiða tímabili sem koma skal.