Dagskráin í Ljónagryfjunni er orðin þétt þennan veturinn hjá meistaraflokkum Njarðvíkur. Á heimaleikjum í Domino´s-deild karla og 1. deild kvenna er í mörg horn að líta við framkvæmd leikjanna.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar eftir liðsinni ykkar við framkvæmd heimaleikja s.s. uppsetningu á auglýsingaskiltum, varamannabekkjum og fleira tilfallandi til að framkvæmd heimaleikja megi lukkast sem allra best.
Áhugasamir um að fylgjast með boltanum frá hliðarlínunni og um leið bretta upp ermar fyrir félagið geta haft samband við Loga Halldórsson í síma 8663267.
Áfram Njarðvík