Stjórn Massa óskar eftir sjálfboðaliðumPrenta

Lyftingar

Við í stjórn Massa óskum eftir sjálfboðaliðum helgina 18.október til 20.október til að halda áfram með framkvæmdir sem við erum í til að byggja upp salinn okkar fyrir komandi heimsmeistaramót sem við erum að fara halda í nóvember ásamt því að bæta aðstöðu félagsmanna til framtíðar til hins betra.

Ef þú sérð þér fært að aðstoða okkur þá er hægt að senda okkur í stjórninni skilaboð eða skrá sig í afgreiðslunni í Massa þá daga eða tíma sem þið komist á.

Við verðum á svæðinu

Föstudaginn 18.október frá 18 – 20 þá þarf að plasta og gera klárt fyrir laugardaginn til að brjóta niður rest af veg og gólfi sem verður gert á laugardeginum.

Laugardaginn 19.október verðum við frá 10 – 18 að brjóta niður vegg og restina sem er í gólfinu ásamt því að tæma múrbrotin úr húsinu og reyna jafna gólfflötinn nokkuð jafnan

Sunnudaginn 20.október verðum við frá 10 – 18 þá verður frágangur og skil á salnum eins vel og við getum.

Ef þið lumið á sleggju, skóflu, múrbrjót, hjólbörum eða steypubölum megið endilega koma með það með ykkur.

Við verðum mjög þakklát fyrir alla aðstoð þó það sé ekki nema klukkutími hér eða klukkutími þar.

Fyrir hönd stjórnar Massa

Þóra Kristín