Stór vika framundan hjá NjarðvíkurliðunumPrenta

Körfubolti

Stór vika framundan hjá Njarðvíkurliðunum!

Það er nóg um að vera í vikunni sem byrjar strax á morgun á úrvalsdeildarslag Álftanes og Njarðvíkur í 32 liða úrslitum VÍS bikar karla klukkan 19:15.

Á þriðjudag eiga stelpurnar leik gegn nýliðum KR á Meistaravöllum, sem hafa farið vel af stað í Bónus deildinni, líkt og okkar stelpur sem sitja á toppnum eftir 3 umferðir.

Á fimmtudag lokar karlaliðið okkar vikunni síðan í IceMar höllinni þegar við fáum topplið Tindastóls í heimsókn.

Við hvetjum Njarðvíkurhjörðina til að standa þétt við bakið á okkar fólki í vikunni, líkt og allar aðrar vikur.
Allir á völlinn.

Áfram Njarðvík!