Stórleikjavika!Prenta

Körfubolti

Óhætt er að kalla þessa viku stórleikjaviku fyrir meistaraflokka Njarðvíkur en þá ráðumst við á garð Íslandsmeistaranna í bæði Domino´s-deild karla og kvenna!

Kvennalið Njarðvíkur mætir Snæfell miðvikudagskvöldið 22. febrúar kl. 19:15 í Stykkishólmi. Það er mikil áskorun að sækja tvö stig í Hólminn en það er ekkert annað í boði en sigur í harðri baráttu við Stjörnuna um sæti í sjálfri úrslitakeppninni.

Karlalið Njarðvíkur tekur svo á móti Íslandsmeisturum KR á föstudag kl. 20:00 í Ljónagryfjunni og við hvetjum alla til að mæta tímanlega enda von á húsfylli! KR er á toppnum en fyrir umferðina erum við Njarðvíkingar í 8. sæti deildarinnar og hvert stig því afar þýðingarmikið.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að setja sig í gírinn, lokaspretturinn í deildunum er handan við hornið og ykkar stuðningur skiptir öllu máli!

#ÁframNjarðvík