Miðvikudagskvöldið 15. mars mætast Njarðvík og Keflavík í Domino´s-deild kvenna kl. 19:15 í Ljónagryfjunni. Vissulega hefur dregið til tíðinda hjá kvennaliðinu okkar með brotthvarfi Carmen Tyson-Thomas en Njarðvíkurkonur eru staðráðnar í að taka á móti Keflavík með öllu því sem þær eiga.
Við treystum á að þið Njarðvíkingar fjölmennið á völlinn og styðjið vel við bakið á kvennaliðinu gegn grönnum okkar úr Keflavík.
#ÁframNjarðvík