Svanfríður sundmaður mánaðarins í LandsliðshópiPrenta

Sund

Gott prufurennsli á SH mótinu Um helgina var Actavis mót SH og kepptu þar elstu sundmenn okkar. Allir völdu sér grein til þess að synda með það markmið að skoða stöðu sína í undirbúningi fyrir ÍM50 sem er eftir örfáar vikur. Úrslitin, hver sem þau voru, gáfu þeim vísbendingu um hvar þau standa núna þegar 2,5 vikur eru til stefnu fyrir stórmótið. Sunneva Dögg Friðriksdóttir varð fyrst ÍRB/UMFN kvenna til þess að synda undir 1 mín í 50 m laug í 100 m skriðsundi. Það er mjög gott hjá millivegalengda og langsunds skriðsundmanneskju. Sunneva bætti tíma sinn úr 1:00.23 í 59.76. Frábært hjá henni! Vel gert hjá ykkur sem kepptu og vonandi fenguð þið góðar upplýsingar sem hjálpa ykkur á síðustu vikunum í undirbúningnum fyrir ÍM50. Hér eru úrslitin