Þessi unga dama sem heitir Kristín Arna Gunnarsdóttir safnar svartbakseggjum til styrktar KKD UMFN. Eggin gómsætu eru seld í versluninni Kosti í Ytri-Njarðvík en verslunin hefur styrkt íþróttastarf til margra ára.
Allur ágóði af sölu eggjanna rennur til KKD UMFN.
Og hver veit, mögulega flýgur þú hærra í teignum með Svartbaksegg í maganum!