Tímabilinu lauk hjá 10.flokki drengja í kvöld þegar þeir töpuðu á útivelli gegn bikarmeisturunum úr Garðabæ í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan er sigurstranglegasta liðið í árgangnum og var vitað að erfiður leikur væri framundan. Lokatölur voru 87-62. Þrátt fyrir tapið var tímabilið flott hjá strákunum, þeir unnu sem dæmi Keflvíkinga í 16 liða úrslitum á útivelli í frábærum leik. Flestir leikmenn liðsins eru leikmenn 9.flokks.