Nú er allt orðið klárt með þjálfara næsta tímabils. Eins og tilkynnt var í vikunni mun Ingvar Guðjónsson koma inn í þjálfarahóp félagsins.
Einnig eru fleiri flottir þjálfarar að bætast við og taka að sér aðalþjálfun í vetur. Jeb Ivey og Gerald Robinson, leikmenn meistaraflokks karla, munu taka að sér þjálfun unglinga og drengjaflokks. Jeb þjálfaði áður hjá félaginu við góðan orðstír þegar hann spilaði hér síðast árið 2007 og Gerald Robinson sem hefur leikið sem atvinnumaður í Evrópu í mörg ár hefur einnig þjálfar yngri flokka samhliða því.
Þá hefur Lárus Magnússon snúið aftur og mun þjálfa 7. og 8.flokk drengja. Lárus hefur þjálfað mikið hjá félaginu í gegnum tíðina og til að mynda var hann aðstoðarþjálfari mfl. kvenna þegar liðið vann tvöfalt árið 2011 og aðalþjálfari liðsins ásamt Lely Hardy árið 2012. Lárus hefur einnig þjálfað yngri flokka félagsins í mörg ár bæði drengja- og stúlknaflokka.
Gabíel Sindri Möller hefur verið aðstoðarþjálfari 8 og 9 ára drengja síðustu tvö ár en mun taka við þjálfun minnibolta drengja 10 ára og er því á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari.
Aðrir þjálfarar voru hjá okkur á síðasta tímabili og sumir hafa verið í hátt 15 ár. Félagið er virkilega ánægt með þennan flotta hóp þjálfara.
Hér að neðan er listi yfir alla þjálfara og þeirra flokka.
Þjálfarar fyrir tímabilið 2018-2019
Unglingaflokkur karla og drengjaflokkur | Jeb Ivey og Gerald Robinson |
Stúlknaflokkur | Rúnar Ingi Erlingsson, |
10.flokkur stúlkna | Bylgja Sverrisdóttir og Jóhannes Kristbjörnsson |
9 og 10. flokkur drengja | Jeb Ivey |
8 og 9. flokkur stúlkna | Bylgja Sverrisdóttir og Ingvar Guðjónsson |
7. og 8. flokkur drengja | Lárus Magnússon |
7. flokkur stúlkna | Ingvar Guðjónsson |
MB 10 -11 ára drengja | Gabríel Möller og Jóhannes Kristbjörnsson |
MB 10 -11 ára stúlkna | Eygló Alexandersdóttir og Hermann Ingi Harðarsson |
MB 8-9 ára drengja | Logi Gunnarsson |
MB 8-9 ára stúlkna | Agnar Mar Gunnarsson |
MB 6-7 ára drengja | Agnar Mar Gunnarsson |
MB 6-7 ára stúlkna | Agnar Mar Gunnarsson |
Byrjendaflokkur (leikskólahópur) | Agnar Mar Gunnarsson |
- aðstoðarþjálfara koma inní flokkana þegar nær dregur