Þrjú íslensk aldursflokkamet hjá ÍRBPrenta

Sund

Í lok árs er það hefð að halda mót til að gefa sundmönnum tækifæri á því að reyna við innanfélagsmet eða aldursflokkamet í sínum greinum áður en þau fara yfir í næsta aldursflokk við áramót. ÍRB hélt tvö mót í vikunni, annað í 25m laug og hitt í 50m laug sem gáfu af sér þrjú ný íslensk aldursflokkamet.

Á miðvikudgskvöldið  var mótið í 25m laug. Sveit ÍRB setti þá nýtt íslenskt aldursflokkamet í stúlknaflokki 15-17 ára í 4 x 100m skriðsundi. Gamla metið í greininni átti sveit Ægis frá árinu 2011. Sveitina skipuðu: Stefanía Sigurþórsdóttir, Sylwia Sienkiewicz, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Robertson. Nokkur önnur innanfélagsmet féllu líka á mótinu. Fannar Snævar Hauksson sló metið í 400m fjórsundi sveina og Denas Kazulis í 400m skriðsundi og 200m baksundi í flokki snáða 8 ára og yngri, ásamt því að stúlknasveitin bætti innanfélagsmetið í 4 x 50m skriðsundi.
Á fimmtudagskvöldið var röðin komin að 50m lauginni og  féllu þá fleiri íslensk alursflokkamet. Sólveig María Baldursdóttir byrjaði á því setja nýtt íslenskt met í flokki meyja 12 ára og yngri með frábæru 200m flugsundi. Gamla metið átti Salóme Jónsdóttir ÍA frá árinu 2007. Síðan var röðin komin að boðsundsveit stúlkna 15-17 ára. Stúlknaveitin bætti metið  í 4 x 100m skriðsundi og sló með því met stúlknasveitar SH frá árinu 2007. Sveitina skipuðu: Sylwia Sienkiewicz, Stefanía Sigurþórsdóttir, Sunneva Dögg Robertson og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir. Þar með á stúlknasveitin orðið gildandi met bæði í 50m og 25m laug í 4 x100m skriðsundi. Nokkur innanfélagsmet féllu líka á mótinu, Denas Kazulis setti innanfélagsmet í 200m skriðsundi 100m bringusundi og 50m bringusundi, Fannar Snævar Hauksson í 400m fjórsundi sveina, Stefanía Ósk Halldórsdóttir í 400m skriðsundi og Sólveig María Baldursdóttir í 50m og 100m flugsundum.
Innilega til hamingju með glæsilegan árangur sundmenn ÍRB.