Leiktímabilið í Bónusdeild kvenna hefst í kvöld þegar Ljónynjurnar okkar í Njarðvík mæta Stjörnunni á útivelli í fyrstu umferð. Viðureign liðanna fer fram í ÞG Verk höllinni í Garðabæ kl. 18:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Njarðvíkurkonur hafa staðið í ströngu á undirbúningstímabilinu sem m.a. innihélt æfingaferð til Svíþjóðar, æfingaleiki og sigur í meistarakeppninni. Það er því þegar kominn titill í hús og okkar konur ætla sér ekkert annað bullandi toppbaráttu í vetur.
Við minnum á að ársmiðasalan er hafin en hægt er að kaupa ársmiðana á Stubbur app.
Á árlegum blaðamannafundi KKÍ var Njarðvík spáð titlinum í fjölmiðlaspánni og líka í spá formanna, þjálfara og fyrirliða. Hér að neðan má svo nálgast leikmannahópinn hjá Ljónynjum fyrir komandi tímabil:
Katrín Ósk Jóhannsdóttir
Alexandra Eva Sverrisdóttir
Danielle Rodriquez
Krista Gló Magnúsdóttir
Paulina Hersler
Veiga Dís Halldórsdóttir
Kristín Björk Guðjónsdóttir
Helga Jara Bjarnadóttir
Ásta María Arnardóttir
Hulda María Agnarsdóttir
Brittany Dinkins
Eygló Kristín Óksarsdóttir
Sara Björk Logadóttir
Inga Lea Ingadóttir
Helena Rafnsdóttir
Anna Lilja Ásgeirsdóttir
Lára Ösp Ásgeirsdóttir
Yasmin Petra Younesdóttir
Jana Falsdóttir – við nám í Bandaríkjunum
Vilborg Jónsdóttir – við nám í Bandaríkjunum
