Tindastóll-Njarðvík í Síkinu í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurljónin eru á norðurleið og mæta Tindastól í Síkinu í kvöld kl. 19.15. Þetta er síðasti útileikurinn fyrir jól en tvær síðustu viðureignir okkar manna eru risavaxnar, Stólarnir í kvöld og Stjarnan heima í lokaumferðinni fyrir jól.

Viðureign kvöldsins er í tíundu umferð deildarinnar þar sem aðeins tveimur stigum munar á liðunum. Tindastóll í 2. sæti með 14 stig en Njarðvík í 3. sæti með 12 stig.

Leikur kvöldsins er í beinni útsendingu á Bónus-stöð Stöðvar 2.

Staðan í deildinni