Topplið Skallagríms í heimsókn á laugardagPrenta

Körfubolti

Nýliðarnir og topplið Skallagríms mæta í heimsókn í Ljónagryfjuna næstkomandi laugardag í Domino´s-deild kvenna. Njarðvíkurkonur máttu fella sig við stórt tap í síðasta leik og ætla sér ekkert annað en að spýta rækilega í lófana núna um helgina!

Leikurinn hefst kl. 15:30 í Ljónagryfjunni og hungrar okkar konur í stigin því baráttan um sæti í úrslitakeppninni harðnar með hverri umferðinni. Fjölmennum í Ljónagryfjuna og styðjum okkar lið til sigurs!

Áfram Njarðvík