Útileikur gegn toppliðinu og grannaglíma hjá Njarðvíkingum í kvöldPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur mætir Fjölni í 1. deild kl. 20:00 í kvöld. Fjölnir er á toppi deildarinnar með 18 stig en Njarðvík í 4. sæti með 12 stig. Leikurinn fer fram í Dalhúsum.

Í Ljónagryfjunni á svipuðum tíma eða kl. 19:30 mætast Njarðvík og Keflavík í drengjaflokki. Von er á hörkuleik enda liðin á toppnum í 2. deild drengjaflokks. Njarðvíkingar ósigraðir í sjö leikjum með 14 stig en Keflavík með 12 stig í 2. sæti eftir átta leiki.