Tvö þungavigtarstig á ferðinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Tvö gríðarlega mikilvæg stig eru á ferðinni í kvöld þegar Höttur heimsækir okkur í Njarðtaks-gryfjuna í lokaleik 18. umferðar Domino´s-deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19.15.

Í fyrri umferðinni fengum við skell fyrir austan og í kvöld heldur baráttan fyrir sæti í úrslitakeppninni áfram. Okkar menn hafa 12 stig í 10. sæti deildarinnar en með sigri Hauka gegn KR í gær eru Hattarmenn komnir á botn deildarinnar með 8 stig.

Við treystum því að Njarðvíkingar uppfylli mætingarkvótann í Gryfjuna og láti vel í sér heyra – sjötti maðurinn í stúkunni!

Miðasala fer fram í Stubbur-app en aðeins 90 áhorfendur komast að.

#ÁframNjarðvík