Umfjöllun um jafntefli á RafholtsvellinumPrenta

Fótbolti

Markalaust jafntefli á Rafholtsvellinum gegn ÍBV í gær þegar liðin mættust í 4. umferð Lengjudeildarinnar.

Það var ansi vindasamur leikur á Rafholtsvellinum þar sem ekkert mark var skorað, en Aron Snær Friðriksson átti nokkrar stórglæsilegar vörslur og hjálpaði Njarðvíkurliðinu að sigla stiginu heim.
Óumdeilanlegur maður leiksins.

Þrátt fyrir jafntefli þá endurheimtu Njarðvíkingar aftur toppsætið í Lengjudeildinni eftir 4. umferðir enda enn taplausir með 3 sigra og eitt jafntefli og með markatöluna 6-1.

Næsti leikur er aftur heima á Rafholtsvellinum, þá gegn hörku liði Þórs Akureyri þann 31. maí nk. klukkan 18:00.

Hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna þangað!

Áfram Njarðvík!

Umfjöllun miðla eftir leikinn:

Umfjöllun og myndasafn Víkurfrétta
Skýrsla fotbolti.net
Viðtal við Gunnar Heiðar á fotbolti.net
KSÍ leikskýrsla

Forsíðumynd: JPK/VF