Úrslitahelgi yngri flokka hefst í kvöld!Prenta

Körfubolti

Í kvöld hefst úrslitahelgi yngri flokka í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Grænir hefja leik kl. 18:00 í unglingaflokki karla þegar Njarðvík og Grindavík mætast í undanúrsltum og kl. 20:00 mætast KR og Breiðablik í hinum undanúrslitaleik unglingaflokks.

Á laugardag eru undanúrslit í 10. flokki drengja og stúlkna og er dagskrá laugardagsins eftirfarandi:

10. flokkur drengja
10:00: Valur – Vestri
11:45: KR – Stjarnan

10. flokkur stúlkna
13.30: Keflavík – Njarðvík
15:15: Grindavík – Hamar/Hrunamenn