Útkall!Prenta

Körfubolti

Kæru Njarðvíkingar fjær og nær!

Nú er komið að leiknum sem allir hafa beðið eftir, 4. leik Njarðvíkur gegn Stjörnunni á morgun þriðjudaginn 29. Mars kl 19:15 Í Gryfjunni en þessi sería hefur þótt vera ein mest spennandi og skemmtilegasta serían í vetur og mun þessi leikur ekki verða síðri.

Við þurfum að vinna þennan leik til þess að komast áfram í 4. Liða úrslit en Stjörnumenn munu reyna allt sem þeir geta til þess að knýja fram oddaleik í seríunni og ljóst er að um hörkuleik er að ræða.

Við minnum á að það eru fá sæti í Ljónagryfjunni og ef þið viljið ná góðum sætum í staðinn fyrir að standa í andyrinu er gott ráð að mæta snemma en miðasalan hefst kl 18:00.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga að mæta í grænu og styðja okkar menn til sigurs.

Fyrir Fánann og UMFN.